Færeyingar voru rosalega góðir í þessum leik!!!

Þetta finnst mér vera frekar léleg fyrirsögn á fréttinni miðað við hvernig leikurinn var í raun og veru. Ég var á þessum leik í kvöld og Færeyingar voru bara mjög góðir!! Það að leikurinn endaði 1-0 var í raun og veru bara smá óheppni hjá einum varnarmanni Færeyinga og markið var bara ekkert merkilegt...

Þó svo að frakkar hafi átt mörg færi í leiknum náðu þeir ekki að nýta þau nógu vel þar sem Jákup Mikkelsen, markmaður Færeyinga átti stórglæsilegan leik. Hann var algjör klettur í markinu... algjörlega maður leiksins að mínu mati og líklegast allra hinna 3000 sem voru á þessum leik (fyrir utan þessa heilu 35 frakka sem voru eitthvað að reyna að láta heyra í sér...). Auk þess segir einkunnagjöf goal.com að hann hafi verið sá besti í leiknum, (sjá þessa síðu.)

Færeyingar áttu nokkur góð færi sem enduðu því miður ekki í netinu... Það má segja að miðað við þessa stóru leikmenn frakka sem eru atvinnumenn í þekktum liðum, þá eru litlu Færeyjar ekkert svo litlar miðað við hvernig þessi leikur endaði. Þeir hefðu átt skilið jafntefli, en því miður komst einn boltinn inn í færeyska markið...

Það er töluverður munur á stemningu á færeyskum og íslenskum landsleik. Mér fannst færeyingarnir ekki nógu samheldnir í að hrópa og styðja sitt lið því það var hrópað úr öllum hornum og enginn á sama tíma "Förjar!!! *klapp, (Förjar) kla(För)pp(-jar)klapp* -ef einhver skilur hvað ég á við... Það vantaði stjórnendur með trommuslátt o.s.frv. Eins fannst mér ekki sjást eins mikið af færeyska fánanum eins og maður sér af þeim íslenska á íslenskum landsleikjum. 

Hérna er einkunnagjöf Goal.com til leikmanna beggja liða útfrá leiknum í dag.

 


mbl.is Frakkar mörðu Færeyinga í Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sólrún Ásta Haraldsdóttir
Sólrún Ásta Haraldsdóttir

Nýjustu myndir

  • ..._langminnst
  • ...olrun-litil
  • ...olrun-minni
  • ..._004_minnst
  • Nala sæta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband